Skemmtilegt á morgun

Það er mismunandi hvernig börnin skilja það að vera þunglyndur.

Humi: „Svo gerum við kannski eitthvað skemmtilegt á morgun“

Sölvi: „Já, hvernig skemmtilegt?“

Humi: „Bara, kannski fara í Klifurhúsið eða eitthvað. En ég get samt ekki lofað neinu, þú skilur það alveg er það ekki?“

Sölvi: „Jú, Þegar þú ert svona pínu ruglaður í hausnum þá veistu ekki hvernig þú verður á morgun“

Humi: „Einmitt“

Sölvi: „En ef við værum með Dr. Strange þá væri þetta ekkert mál, þá vissum við alveg hvernig þú værir á morgun!“

Humi: „Rétt“